Hversu mikilvæg er mentun? Ragnar Hansson skrifar 25. apríl 2014 16:00 „Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun