Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira