Láglaunalandið Ísland Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 2. apríl 2014 15:46 Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun