Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2014 20:00 Róbert Guðfinnsson í einni af fyrrum byggingum SR-mjöls, sem hann keypti í byrjun árs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00