Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2014 20:00 Róbert Guðfinnsson í einni af fyrrum byggingum SR-mjöls, sem hann keypti í byrjun árs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Sjá meira
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00