„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 15:57 Feðgarnir Haraldur Dean Nelson og Gunnar Nelson. Vísir/Vilhelm „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Fyrr í dag sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá samtökunum Barnaheill Gunnar, sem bardagakappa, ekki vera góða fyrirmynd. „Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara,“ sagði Margrét fyrr í dag.Gunnar í London um helgina.Vísir/Getty„Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti“ Haraldur er afar ósáttur við þessi ummæli Margrétar. „En ég vil byrja á því að hvetja fólk, sem hefur skoðanir á þessu, til þess að vaða ekki í Margréti sem persónu. Þessu á að svara málefnalega og ræða málin af skynsemi. Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti,“ segir Haraldur og vindur sér svo í að svara ummælum Margrétar: „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti. Mér finnst afar sérstakt að Barnaheill ætli að ákveða fyrir okkur foreldra hverjir eiga að vera fyrirmyndir barna okkar og hverjir ekki,“ segir Haraldur.„Foreldrar ákveða sjálfir hvort börnin horfi“ Haraldur leggur áherslu á að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börn þeirra horfi á. „Fyrst þarf fólk að ákveða hvort það ætli sjálft að horfa á þetta eða ekki. Síðan þurfa foreldrar að ákveða hvort þau leyfi börnum sínum að horfa á þessa íþrótt. Ef börnum er leyft að horfa á þetta, þá hljóta foreldrar að útskýra fyrir börnunum hvernig þetta fer fram,“ segir Haraldur. Hann segir mikilvægt að setja hlutina í rétt samhengi. „Börn eiga auðvitað ekki að stunda MMA [blandaðar bardagaíþróttir]. Alveg eins og börn eiga ekki að stökkva fram af háum skíðapalli eða keyra hraðskreiða kappakstursbíla. Það þarf að skoða þetta í réttu samhengi og útskýra þetta fyrir börnum.“Gunnar Nelson fagnar.Vísir/Getty„Þrautþjálfaðir einstaklingar“ Miklu máli skiptir, að mati Haraldar, að í UFC keppi einstaklingar af frjálsum vilja eftir ströngum reglum. „Þarna eru þrautþjálfaðir einstaklingar sem mætast og dómari sem sér um að vernda þá og getur stoppað bardagann hvenær sem er. Báðir einstaklingarnir geta líka hætt hvenær sem er, eins og gerðist á laugardaginn,“ útskýrir Haraldur. „Þetta er ekki ofbeldi, ofbeldi er þegar einhver er neyddur til athafna sem hann vill ekki taka þátt í. Þetta er vissulega harðgerð íþrótt, en þetta er ekki ofbeldi,“ segir Haraldur. Haraldur segir það hafa verið fyrirséð að svona ummæli myndu koma í umræðuna með auknum vinsældum Gunnars. „Fyrst og fremst ættu ummæli af þessu tagi að valda samtökum eins og Barnaheilli áhyggjum en ekki Gunna. Við vissum að það myndu koma aðilar fram sem væru með þessar skoðanir og það er mikilvægt að svara þeim með rökum,“ útskýrir Haraldur. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Fyrr í dag sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá samtökunum Barnaheill Gunnar, sem bardagakappa, ekki vera góða fyrirmynd. „Þetta er ekki sú fyrirmynd sem við viljum fyrir börnin okkar. Hann er auðvitað að nota einhverja tækni, ég þekki það ekki, en þetta er augljóslega ekki eitthvað sem börn eiga að leika eftir. Gott væri að finna eitthvað annað fyrir þau. Af nógu er að taka, af flottu fólki sem er að stunda eitthvað heilbrigðara,“ sagði Margrét fyrr í dag.Gunnar í London um helgina.Vísir/Getty„Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti“ Haraldur er afar ósáttur við þessi ummæli Margrétar. „En ég vil byrja á því að hvetja fólk, sem hefur skoðanir á þessu, til þess að vaða ekki í Margréti sem persónu. Þessu á að svara málefnalega og ræða málin af skynsemi. Sleggjudómar eru aldrei gott veganesti,“ segir Haraldur og vindur sér svo í að svara ummælum Margrétar: „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti. Mér finnst afar sérstakt að Barnaheill ætli að ákveða fyrir okkur foreldra hverjir eiga að vera fyrirmyndir barna okkar og hverjir ekki,“ segir Haraldur.„Foreldrar ákveða sjálfir hvort börnin horfi“ Haraldur leggur áherslu á að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börn þeirra horfi á. „Fyrst þarf fólk að ákveða hvort það ætli sjálft að horfa á þetta eða ekki. Síðan þurfa foreldrar að ákveða hvort þau leyfi börnum sínum að horfa á þessa íþrótt. Ef börnum er leyft að horfa á þetta, þá hljóta foreldrar að útskýra fyrir börnunum hvernig þetta fer fram,“ segir Haraldur. Hann segir mikilvægt að setja hlutina í rétt samhengi. „Börn eiga auðvitað ekki að stunda MMA [blandaðar bardagaíþróttir]. Alveg eins og börn eiga ekki að stökkva fram af háum skíðapalli eða keyra hraðskreiða kappakstursbíla. Það þarf að skoða þetta í réttu samhengi og útskýra þetta fyrir börnum.“Gunnar Nelson fagnar.Vísir/Getty„Þrautþjálfaðir einstaklingar“ Miklu máli skiptir, að mati Haraldar, að í UFC keppi einstaklingar af frjálsum vilja eftir ströngum reglum. „Þarna eru þrautþjálfaðir einstaklingar sem mætast og dómari sem sér um að vernda þá og getur stoppað bardagann hvenær sem er. Báðir einstaklingarnir geta líka hætt hvenær sem er, eins og gerðist á laugardaginn,“ útskýrir Haraldur. „Þetta er ekki ofbeldi, ofbeldi er þegar einhver er neyddur til athafna sem hann vill ekki taka þátt í. Þetta er vissulega harðgerð íþrótt, en þetta er ekki ofbeldi,“ segir Haraldur. Haraldur segir það hafa verið fyrirséð að svona ummæli myndu koma í umræðuna með auknum vinsældum Gunnars. „Fyrst og fremst ættu ummæli af þessu tagi að valda samtökum eins og Barnaheilli áhyggjum en ekki Gunna. Við vissum að það myndu koma aðilar fram sem væru með þessar skoðanir og það er mikilvægt að svara þeim með rökum,“ útskýrir Haraldur.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32
Gunnar Nelson og MC Hammer Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld. 9. mars 2014 00:53
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15
Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu. 10. mars 2014 07:00
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35
Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30