Pistill: Gunnar Nelson er frábær fyrirmynd Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. mars 2014 15:45 Gunnar sigraði Omari Akhmedov sannfærandi. Vísir/Getty Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum. Það er alltaf erfitt þegar fólk talar illa um uppáhalds íþróttina manns. Mér finnst það mjög leiðinlegt þegar fólk kallar MMA ofbeldi en ekki íþrótt. Auðvitað eiga allir rétt á sínum skoðunum og það ber að virða skoðanir annarra. Ofbeldi er að mínu mati þegar einhver níðist á öðrum eða geri eitthvað á annars manns hlut. Það er enginn að níðast á neinum í MMA. Þarna eru tveir þrautþjálfaðir íþróttamenn sem ganga sjálfviljugir í búrið. Þarna eru tveir íþróttamenn að upplifa drauminn sinn og leiðinlegt að fólk skuli kalla það ofbeldi. MMA hefur verið líkt við slagsmál á skólalóð. Ef slagsmál á skólalóð myndu fela í sér heimsklassa brasilískt jiu-jitsu þar sem báðir keppendur fallast í faðma eftir að annar gefst upp, báðir fara í læknisskoðun fyrir og eftir bardagann og báðir fara eftir reglum dómarans þá sé ég samanburðinn en get annars ekki séð neitt líkt með þessu tvennu. Auðvitað skil ég það að þessi íþrótt er ekki fyrir alla og það er allt í lagi með það. En ég sé ekki hvernig MMA getur kallast ofbeldi eða sé eins og slagsmál á skólalóð. Einhverjir vilja meina að þar sem MMA sé ekki á Ólympíuleikunum þá flokkist það ekki sem íþrótt. Það er annað sjónarhorn sem ég skil ekki heldur. Formúla 1 hefur aldrei verið á Ólympíuleikunum og golf verður í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2016. Það efast samt enginn um þetta séu íþróttir. MMA er harðgert sport, því verður ekki neitað. Það er aldrei hollt að fá höfuðhögg en allir keppendur eru meðvitaðir um það. Eflaust þykir einhverjum ekki merkilegt að slá annan mann í höfuð þegar hann liggur niðri en fólk má ekki gleyma að keppendur geta sótt lása og hengingar af bakinu í MMA. Auðvitað er sá sem er ofan á oftast talinn í betri stöðu en sá sem er undir getur sótt og er bardaginn langt í frá að vera búinn þó hann endi þar. Það eru stífar reglur í íþróttinni sem keppendur fylgja eftir. Það má ekki veita högg á hnakkann eða í mænu, það má ekki pota í augu, það má ekki rífa í hár, það má ekki bíta, það má ekki sparka í höfuð á liggjandi manni og gæti ég haldið lengi áfram um það sem ekki má í MMA. Það eru þyngdarflokkar þannig að keppendur eru paraðir saman á sanngjarnan hátt. Það eru hins vegar engar slíkar reglur í götuslagsmálum og stundum er margra kílóa munur á einstaklingum og jafnvel tveir gegn einum, það er ofbeldi. Ég get ekki verið sammála þeirri staðhæfingu að Gunnar Nelson sé ekki góð fyrirmynd. Íslendingur sem er í fremstu röð í sinni íþrótt er svo sannarlega góð fyrirmynd. Það að litla Ísland eigi fulltrúa í stærstu bardagasamtökum heims er frábær hvatning fyrir krakka og sýnir að þetta er hægt á litla Íslandi. Auk þess sýnir Gunnar andstæðingum sínum mikla virðingu, er kurteis og hógvær og það er eitthvað sem allir geta tekið til sín. Götuslagsmál er ofbeldi og þar er enginn sigurvegari. MMA er íþrótt og á laugardagskvöld stóð Gunnar Nelson uppi sem sigurvegari gegn afar sterkum andstæðingi og því ber að fagna.Þessi pistill er skoðun greinarhöfundar og þarf ekki að endurspegla skoðun vefsins.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49 „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum. Það er alltaf erfitt þegar fólk talar illa um uppáhalds íþróttina manns. Mér finnst það mjög leiðinlegt þegar fólk kallar MMA ofbeldi en ekki íþrótt. Auðvitað eiga allir rétt á sínum skoðunum og það ber að virða skoðanir annarra. Ofbeldi er að mínu mati þegar einhver níðist á öðrum eða geri eitthvað á annars manns hlut. Það er enginn að níðast á neinum í MMA. Þarna eru tveir þrautþjálfaðir íþróttamenn sem ganga sjálfviljugir í búrið. Þarna eru tveir íþróttamenn að upplifa drauminn sinn og leiðinlegt að fólk skuli kalla það ofbeldi. MMA hefur verið líkt við slagsmál á skólalóð. Ef slagsmál á skólalóð myndu fela í sér heimsklassa brasilískt jiu-jitsu þar sem báðir keppendur fallast í faðma eftir að annar gefst upp, báðir fara í læknisskoðun fyrir og eftir bardagann og báðir fara eftir reglum dómarans þá sé ég samanburðinn en get annars ekki séð neitt líkt með þessu tvennu. Auðvitað skil ég það að þessi íþrótt er ekki fyrir alla og það er allt í lagi með það. En ég sé ekki hvernig MMA getur kallast ofbeldi eða sé eins og slagsmál á skólalóð. Einhverjir vilja meina að þar sem MMA sé ekki á Ólympíuleikunum þá flokkist það ekki sem íþrótt. Það er annað sjónarhorn sem ég skil ekki heldur. Formúla 1 hefur aldrei verið á Ólympíuleikunum og golf verður í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2016. Það efast samt enginn um þetta séu íþróttir. MMA er harðgert sport, því verður ekki neitað. Það er aldrei hollt að fá höfuðhögg en allir keppendur eru meðvitaðir um það. Eflaust þykir einhverjum ekki merkilegt að slá annan mann í höfuð þegar hann liggur niðri en fólk má ekki gleyma að keppendur geta sótt lása og hengingar af bakinu í MMA. Auðvitað er sá sem er ofan á oftast talinn í betri stöðu en sá sem er undir getur sótt og er bardaginn langt í frá að vera búinn þó hann endi þar. Það eru stífar reglur í íþróttinni sem keppendur fylgja eftir. Það má ekki veita högg á hnakkann eða í mænu, það má ekki pota í augu, það má ekki rífa í hár, það má ekki bíta, það má ekki sparka í höfuð á liggjandi manni og gæti ég haldið lengi áfram um það sem ekki má í MMA. Það eru þyngdarflokkar þannig að keppendur eru paraðir saman á sanngjarnan hátt. Það eru hins vegar engar slíkar reglur í götuslagsmálum og stundum er margra kílóa munur á einstaklingum og jafnvel tveir gegn einum, það er ofbeldi. Ég get ekki verið sammála þeirri staðhæfingu að Gunnar Nelson sé ekki góð fyrirmynd. Íslendingur sem er í fremstu röð í sinni íþrótt er svo sannarlega góð fyrirmynd. Það að litla Ísland eigi fulltrúa í stærstu bardagasamtökum heims er frábær hvatning fyrir krakka og sýnir að þetta er hægt á litla Íslandi. Auk þess sýnir Gunnar andstæðingum sínum mikla virðingu, er kurteis og hógvær og það er eitthvað sem allir geta tekið til sín. Götuslagsmál er ofbeldi og þar er enginn sigurvegari. MMA er íþrótt og á laugardagskvöld stóð Gunnar Nelson uppi sem sigurvegari gegn afar sterkum andstæðingi og því ber að fagna.Þessi pistill er skoðun greinarhöfundar og þarf ekki að endurspegla skoðun vefsins.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49 „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57
Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07
Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35