Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 10:30 Gunnar Nelson er ætlar sér á toppinn. Vísir/Getty Gunnar Nelson er heldur betur farinn að láta til sín taka í UFC en hann er nú í fyrsta skipti kominn á topp 15 listann eftir sigurinn örugga á Omari Akhmedov í O2-Höllinni í London á dögunum. Honum hefur nú í fyrsta skipti verið styrkleikaraðað í veltivigt UFC en hann er í 14. sæti á topp 15 listanum í sínum þyngdarflokki, veltivigt. Gunnar kemur þar nýr inn á lista eins og tveir aðrir.Topp 15 listarnir eru búnir til eftir atkvæðum blaðamanna sem raða niður bestu bardagamönnunum í UFC. Hægt er að sjá lista hvers og eins blaðamanns og eru flestir með Gunnar í 14.-15. sæti. Ekki eru allir með Gunnar á lista en JohanLekeborn (fightplay.tv), BrettOkamoto (ESPN.com) og BrianHemminger (MMA Oddsbreaker) virðast hafa mesta trú á okkar manni því þeir telja hann 12. besta bardagamanninn í veltivigtinni. Gunnar er ekki efstur á listanum af þeim sem koma nýir inn. Bandaríkjamaðurinn KelvinGastelum (9-0-0), sem er ósigraður eins og Gunnar, er sæti ofar en hann vann mikilvægan bardaga á laugardaginn. Efsti maður listans er Robbie Lawler sem tapaði fyrir JohnnyHendricks í mögnuðum titilbardaga síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er gríðarlegur áfangi fyrir Gunnar Nelson þar sem þetta er staðfesting á því að hann er orðinn einn besti MMA-bardagamaður í heimi. Nú má búast við því að hann berjist næst og í framtíðinni við menn á topp 15 listanum og geti þannig haldið áfram að klífa metorðastigann í UFC. Gunnar berst vonandi næst í Dyflinni 19. júlí.Topp 15 listinn: Meistari: Johnny Hendricks1. Robbie Lawler2. Rory MacDonald3. Carlos Condit4. Tyron Woodley5. Jake Ellenberger6. Hector Lombard7. Matt Brown8. Demian Maia9. Tarec Saffiedine10. Dong Hyun Kim11. Jake Shields12. Mike Pyle13. Kelvin Gastelum*14. Gunnar Nelson*15. Erick Silva**Ekki áður á lista MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Útskýring á "guillotine" hengingu Gunnars | Myndband Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov síðasta laugardagskvöld með glæsilegri "guillotine" hengingu en hvernig virkar þessi henging? 12. mars 2014 16:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Gunnar Nelson er heldur betur farinn að láta til sín taka í UFC en hann er nú í fyrsta skipti kominn á topp 15 listann eftir sigurinn örugga á Omari Akhmedov í O2-Höllinni í London á dögunum. Honum hefur nú í fyrsta skipti verið styrkleikaraðað í veltivigt UFC en hann er í 14. sæti á topp 15 listanum í sínum þyngdarflokki, veltivigt. Gunnar kemur þar nýr inn á lista eins og tveir aðrir.Topp 15 listarnir eru búnir til eftir atkvæðum blaðamanna sem raða niður bestu bardagamönnunum í UFC. Hægt er að sjá lista hvers og eins blaðamanns og eru flestir með Gunnar í 14.-15. sæti. Ekki eru allir með Gunnar á lista en JohanLekeborn (fightplay.tv), BrettOkamoto (ESPN.com) og BrianHemminger (MMA Oddsbreaker) virðast hafa mesta trú á okkar manni því þeir telja hann 12. besta bardagamanninn í veltivigtinni. Gunnar er ekki efstur á listanum af þeim sem koma nýir inn. Bandaríkjamaðurinn KelvinGastelum (9-0-0), sem er ósigraður eins og Gunnar, er sæti ofar en hann vann mikilvægan bardaga á laugardaginn. Efsti maður listans er Robbie Lawler sem tapaði fyrir JohnnyHendricks í mögnuðum titilbardaga síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er gríðarlegur áfangi fyrir Gunnar Nelson þar sem þetta er staðfesting á því að hann er orðinn einn besti MMA-bardagamaður í heimi. Nú má búast við því að hann berjist næst og í framtíðinni við menn á topp 15 listanum og geti þannig haldið áfram að klífa metorðastigann í UFC. Gunnar berst vonandi næst í Dyflinni 19. júlí.Topp 15 listinn: Meistari: Johnny Hendricks1. Robbie Lawler2. Rory MacDonald3. Carlos Condit4. Tyron Woodley5. Jake Ellenberger6. Hector Lombard7. Matt Brown8. Demian Maia9. Tarec Saffiedine10. Dong Hyun Kim11. Jake Shields12. Mike Pyle13. Kelvin Gastelum*14. Gunnar Nelson*15. Erick Silva**Ekki áður á lista
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Útskýring á "guillotine" hengingu Gunnars | Myndband Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov síðasta laugardagskvöld með glæsilegri "guillotine" hengingu en hvernig virkar þessi henging? 12. mars 2014 16:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33
Útskýring á "guillotine" hengingu Gunnars | Myndband Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov síðasta laugardagskvöld með glæsilegri "guillotine" hengingu en hvernig virkar þessi henging? 12. mars 2014 16:30