Algjört óvissuástand á Krímskaga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. mars 2014 19:29 Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja. Úkraína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja.
Úkraína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira