Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 15:19 Vladímír Pútín og forsprakki Náttúlfana, "Skurðlæknirinn“. VISIR/AFP Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph. Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph.
Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48