Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 16:05 VISIR/AFP Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga. Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga.
Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48