„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 20:00 Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira