Þegar enginn hlustar Andri Steinn Hilmarsson skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun