Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 15:33 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi reynt að stöðva fréttaflutning DV og hafa áhrif á fréttaskrif með því að veitast óbeint að blaðamönnum. Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“ Lekamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“
Lekamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira