Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2014 08:45 Michael Schumacher. Nordic Photos / Getty „Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
„Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira