Twin Peaks snýr aftur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 21:00 Leikstjórinn David Lynch ætlar að ljúka við sjónvarpsþáttaseríuna Twin Peaks sem var tekin af dagskrá árið 1991. Í þáttunum var ýjað að því að seríunni myndi verða haldið áfram síðar þegar andi myrtu fegurðardrottningarinnar Lauru Palmer hvíslaði í orð alríkislögreglumannsins Dale Cooper að hún myndi sjá hann á ný eftir 25 ár. David leitaði að leikurum til að skjóta prufuþátt af Twin Peaks en tökur áttu að fara fram í dag í Los Angeles. Leitaði hann sérstaklega að kynþokkafullri stúlku, dökkhærðri eða rauðhærðri, til að leika gengilbeinu. Þættirnir Twin Peaks voru frumsýndir árið 1990 og slógu í gegn hjá gagnrýnendum. Sópuðu þeir að sér fjórtán tilnefningum til Emmy-verðlaunanna. „Pilot“-þátturinn fékk mesta áhorf árið 1989-90 og þegar serían fór í sýningar sló hún fjögurra ára gamalt áhorfsmet á sjónvarpsstöðinni ABC. Um miðja aðra seríu kom í ljós hver myrti Lauru Palmer og þá fór söguþráðurinn að þynnast. Þátturinn var tekinn af dagskrá viku eftir að fimmtándi þáttur í annarri seríu lenti í 85. sæti yfir áhorf.Ráðgátan í þáttunum var hver myrti Lauru Palmer. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch ætlar að ljúka við sjónvarpsþáttaseríuna Twin Peaks sem var tekin af dagskrá árið 1991. Í þáttunum var ýjað að því að seríunni myndi verða haldið áfram síðar þegar andi myrtu fegurðardrottningarinnar Lauru Palmer hvíslaði í orð alríkislögreglumannsins Dale Cooper að hún myndi sjá hann á ný eftir 25 ár. David leitaði að leikurum til að skjóta prufuþátt af Twin Peaks en tökur áttu að fara fram í dag í Los Angeles. Leitaði hann sérstaklega að kynþokkafullri stúlku, dökkhærðri eða rauðhærðri, til að leika gengilbeinu. Þættirnir Twin Peaks voru frumsýndir árið 1990 og slógu í gegn hjá gagnrýnendum. Sópuðu þeir að sér fjórtán tilnefningum til Emmy-verðlaunanna. „Pilot“-þátturinn fékk mesta áhorf árið 1989-90 og þegar serían fór í sýningar sló hún fjögurra ára gamalt áhorfsmet á sjónvarpsstöðinni ABC. Um miðja aðra seríu kom í ljós hver myrti Lauru Palmer og þá fór söguþráðurinn að þynnast. Þátturinn var tekinn af dagskrá viku eftir að fimmtándi þáttur í annarri seríu lenti í 85. sæti yfir áhorf.Ráðgátan í þáttunum var hver myrti Lauru Palmer.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira