Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2014 20:30 Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira