Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2014 20:30 Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira