Grunnþjónusta í stað gæluverkefna Kjartan Magnússon skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar