Grunnþjónusta í stað gæluverkefna Kjartan Magnússon skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Sjá meira
Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar