Verkin sýna merkin, Katrín Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar