Vonlaus blaðamennska Lilja Magnúsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun