Nærri 3.500 sitja í nefndum ríkisins Brjánn Jónasson skrifar 24. október 2013 06:00 Nefndir og stjórnir sem starfa á vegum ríkisins funda mjög mis-reglulega. Fréttablaðið/GVA Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur. Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur.
Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira