Til forseta Ekvador Formenn fimm Vinstri-grænna flokka á Norðurlöndum skrifar 21. október 2013 06:00 Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun