Fagnar þjálfaraskiptunum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2013 07:56 Skúli Jón Friðgeirsson var að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að leyfa honum að spila neitt í ár. NordicPhotos/Getty Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn