Ný og skemmtileg orka í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2013 06:00 Liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Malmö óttuðust að hún myndi láta Ramonu Bachmann, leikmann Malmö og svissneska landsliðsins, finna of mikið fyrir sér. Mynd/Valli Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira