Staða tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi Svana Helen Björnsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun