Óafgreitt frumvarp um fjárhættuspil Ögmundur Jónasson skrifar 18. september 2013 06:00 Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun