Gróðavon mikil á ónumdu svæði Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. september 2013 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits, Gunnlaugur Jónsson forstjóri Eykon Energy og Morten Lindbæck sérfræðingur Fondfinans í Noregi fluttu erindi i Hörpu i gær. Fréttablaðið/GVA Fréttaskýring: Hvers mega Íslendingar vænta komi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu?„Leitið og þér munið finna, og þar með búa til verðmæti,“ segir Morten Lindbæck, sérfræðingur Fondfinans í Noregi, að sé starfsemi olíufyrirtækja í hnotskurn. Grunnurinn að geiranum öllum sé að finna olíu og gas. Jan Mayen-hryggurinn og þar með Drekasvæðið segir hann að sé í þriðja flokki svæða sem leitað sé á. Lindbæck fjallaði um olíuiðnaðinn í Noregi og nokkrar grunnreglur sem fyrirtæki í olíuleit þurfa að viðhafa á fundi VÍB um möguleika Íslendinga í þeim geira í Hörpu í gærmorgun. Í fyrsta flokki leitarsvæða segir Lindbæck að séu þekkt svæði þar sem olía hafi fundist áður í vinnanlegu magni, líkt og sé undan ströndum Noregs. Þau nefnir hann „greiðfær Júrasvæði“, eða Jurassic fairway upp á ensku. Í öðrum flokki eru svo hliðarsvæði (e. step out exploration) og í þeim þriðja ónumin lönd (e. frontier exploration) þar sem óvissa sé mest um afrakstur.Norska ríkið styrkir leit „Vegna þess að ekki er búið að bora neitt á Jan Mayen-hryggnum fellur hann í flokk ónuminna landa,“ segir Morten Lindbæck. „Óvissa er þar samt kannski heldur minni en á öðrum ónumdum svæðum vegna þess sem vitað er um jarðfræði svæðisins og olíuleka sem vart hefur verið á sjávarbotninum.“ Norska ríkið, segir Lindbæck, hefur smám saman aukið stuðning sinn við olíuleitarfyrirtæki í gegnum þá umgjörð sem slíkum fyrirtækjum er búin þar í landi. Fyrsta kastið væru ríki þó upp á einkafyrirtæki komin þegar kæmi að leit og borun eftir olíu og gasi. Núna jafni hins vegar norska ríkið stöðu olíuleitarfyrirtækja og greiði fyrir komu nýliða á markaðinn með því að fá í endurgreiðslu skatts þann kostnað sem lagt væri í við olíuleit. „Þetta fyrirkomulag á eftir að ýta undir áhuga á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu þegar Noregur opnar fyrir hana.“Fjórar holur af fimm þurrar Í erindi sínu lagði hann áherslu á að fyrirtæki sem ætluðu að leggja fyrir sig olíuleit þyrftu að vera afar vel fjármögnuð, dreifa áhættu í starfsemi sinni og beita köldu mati á arðvænleika þeirra verkefna sem lagt væri í. Reynslan sýndi að fjórar af hverjum fimm boruðum holum væru þurrar. Vandinn væri hins vegar að ekki væri hægt að gefa sér í hvaða röð boraðar holur gæfu af sér. Þá væri mikilvægt fyrir olíuleitarfyrirtæki að nota vinnsluhæfar holur til að renna stoðum undir reksturinn og frekari leit. Óráð væri að sækja fé á markað fyrr en reksturinn væri orðinn nokkuð stöðugur og stöndugur. Yfirskrift fundarins var „Er nýtt olíuævintýri í uppsiglingu?“. Fjallað var um hvaða tækifæri kynnu að bíða Íslendinga í olíuleit og vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. Auk Lindbæcks fluttu erindi Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Eykon hefur tryggt sér leyfi til leitar á Drekasvæðinu og skoðar um leið aðra kosti til þess að dreifa áhættu í starfseminni. Með því að vera í Noregi geti Eykon fengið endurgreidd frá norska ríkinu 78 prósent kostnaðar við leit að olíu. Gunnlaugur segir Drekasvæðið mikið rannsakað og líklega olíu að finna þar. Beggja vegna, á Grænlandi og við Noreg, séu olíusvæði sem rekið hafi frá Jan Mayen-hryggnum. „Þetta er eins og kaka sem hefur verið skorin í þrennt.“Komið að stjórnvöldum að marka stefnu Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, kveðst nema örlítil merki gullæðisstemningar í tengslum við umræðu um olíuleit á íslensku hafsvæði. „Við erum kannski ekki farin að hlaupa en örugglega farin að ganga rösklega,“ sagði hann á fundi VÍB í Hörpu í gær. Hann áréttar að þótt sterkar vísbendingar séu um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu eigi alveg eftir að sannreyna það. „Þangað til skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.“ Möguleikarnir og tækifæri landsins séu hins vegar mikil. „Við getum verið að horfa á að fjárfesting og þar með þjónusta í tengslum við leit eða leyfi sem búið er að veita geti farið frá því að vera nokkrir tugir milljóna á næsta ári upp í að vera 40 til 50 milljarðar króna í lok þess tímabils, eftir sjö til tíu ár,“ segir Eyjólfur Árni. Núna skipti hins vegar máli að móta framtíðarumgjörð og áætlun um hvernig standa eigi að hlutunum. Stöðugleiki og gagnsæi skipti þá öllu máli. Svara þurfi því hvernig skattlagningu verði háttað, hvort koma eigi hér á ríkisolíufélagi eða hafa á annan hátt. „Það vantar enn á að stjórnvöld marki sér stefnu um hvernig við ætlum að gera þetta næstu áratugina.“ Nálgast má upptöku af öllum fundinum, með framsögum og glærum á vef VIB. Fréttaskýringar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Fréttaskýring: Hvers mega Íslendingar vænta komi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu?„Leitið og þér munið finna, og þar með búa til verðmæti,“ segir Morten Lindbæck, sérfræðingur Fondfinans í Noregi, að sé starfsemi olíufyrirtækja í hnotskurn. Grunnurinn að geiranum öllum sé að finna olíu og gas. Jan Mayen-hryggurinn og þar með Drekasvæðið segir hann að sé í þriðja flokki svæða sem leitað sé á. Lindbæck fjallaði um olíuiðnaðinn í Noregi og nokkrar grunnreglur sem fyrirtæki í olíuleit þurfa að viðhafa á fundi VÍB um möguleika Íslendinga í þeim geira í Hörpu í gærmorgun. Í fyrsta flokki leitarsvæða segir Lindbæck að séu þekkt svæði þar sem olía hafi fundist áður í vinnanlegu magni, líkt og sé undan ströndum Noregs. Þau nefnir hann „greiðfær Júrasvæði“, eða Jurassic fairway upp á ensku. Í öðrum flokki eru svo hliðarsvæði (e. step out exploration) og í þeim þriðja ónumin lönd (e. frontier exploration) þar sem óvissa sé mest um afrakstur.Norska ríkið styrkir leit „Vegna þess að ekki er búið að bora neitt á Jan Mayen-hryggnum fellur hann í flokk ónuminna landa,“ segir Morten Lindbæck. „Óvissa er þar samt kannski heldur minni en á öðrum ónumdum svæðum vegna þess sem vitað er um jarðfræði svæðisins og olíuleka sem vart hefur verið á sjávarbotninum.“ Norska ríkið, segir Lindbæck, hefur smám saman aukið stuðning sinn við olíuleitarfyrirtæki í gegnum þá umgjörð sem slíkum fyrirtækjum er búin þar í landi. Fyrsta kastið væru ríki þó upp á einkafyrirtæki komin þegar kæmi að leit og borun eftir olíu og gasi. Núna jafni hins vegar norska ríkið stöðu olíuleitarfyrirtækja og greiði fyrir komu nýliða á markaðinn með því að fá í endurgreiðslu skatts þann kostnað sem lagt væri í við olíuleit. „Þetta fyrirkomulag á eftir að ýta undir áhuga á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu þegar Noregur opnar fyrir hana.“Fjórar holur af fimm þurrar Í erindi sínu lagði hann áherslu á að fyrirtæki sem ætluðu að leggja fyrir sig olíuleit þyrftu að vera afar vel fjármögnuð, dreifa áhættu í starfsemi sinni og beita köldu mati á arðvænleika þeirra verkefna sem lagt væri í. Reynslan sýndi að fjórar af hverjum fimm boruðum holum væru þurrar. Vandinn væri hins vegar að ekki væri hægt að gefa sér í hvaða röð boraðar holur gæfu af sér. Þá væri mikilvægt fyrir olíuleitarfyrirtæki að nota vinnsluhæfar holur til að renna stoðum undir reksturinn og frekari leit. Óráð væri að sækja fé á markað fyrr en reksturinn væri orðinn nokkuð stöðugur og stöndugur. Yfirskrift fundarins var „Er nýtt olíuævintýri í uppsiglingu?“. Fjallað var um hvaða tækifæri kynnu að bíða Íslendinga í olíuleit og vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. Auk Lindbæcks fluttu erindi Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Eykon hefur tryggt sér leyfi til leitar á Drekasvæðinu og skoðar um leið aðra kosti til þess að dreifa áhættu í starfseminni. Með því að vera í Noregi geti Eykon fengið endurgreidd frá norska ríkinu 78 prósent kostnaðar við leit að olíu. Gunnlaugur segir Drekasvæðið mikið rannsakað og líklega olíu að finna þar. Beggja vegna, á Grænlandi og við Noreg, séu olíusvæði sem rekið hafi frá Jan Mayen-hryggnum. „Þetta er eins og kaka sem hefur verið skorin í þrennt.“Komið að stjórnvöldum að marka stefnu Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, kveðst nema örlítil merki gullæðisstemningar í tengslum við umræðu um olíuleit á íslensku hafsvæði. „Við erum kannski ekki farin að hlaupa en örugglega farin að ganga rösklega,“ sagði hann á fundi VÍB í Hörpu í gær. Hann áréttar að þótt sterkar vísbendingar séu um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu eigi alveg eftir að sannreyna það. „Þangað til skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.“ Möguleikarnir og tækifæri landsins séu hins vegar mikil. „Við getum verið að horfa á að fjárfesting og þar með þjónusta í tengslum við leit eða leyfi sem búið er að veita geti farið frá því að vera nokkrir tugir milljóna á næsta ári upp í að vera 40 til 50 milljarðar króna í lok þess tímabils, eftir sjö til tíu ár,“ segir Eyjólfur Árni. Núna skipti hins vegar máli að móta framtíðarumgjörð og áætlun um hvernig standa eigi að hlutunum. Stöðugleiki og gagnsæi skipti þá öllu máli. Svara þurfi því hvernig skattlagningu verði háttað, hvort koma eigi hér á ríkisolíufélagi eða hafa á annan hátt. „Það vantar enn á að stjórnvöld marki sér stefnu um hvernig við ætlum að gera þetta næstu áratugina.“ Nálgast má upptöku af öllum fundinum, með framsögum og glærum á vef VIB.
Fréttaskýringar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira