Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Sölvi Geir verður í eldlínunni í rússneska boltanum í vetur en leikmaðurinn setur stefnuna á að koma sér í almennilega leikæfingu. Leikmaðurinn vonast til að vera kominn í byrjunarliðið von bráðar. Mynd/Arnþór Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen gekk í raðir rússneska úrvalsdeildarliðsins FC Ural í byrjun þessa mánaðar og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarin ár en yfirgaf liðið í sumar. Síðastliðið ár hefur verið erfitt fyrir leikmanninn þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila með FCK. Mikill uppgangur er hjá FC Ural, sem tryggði sér í fyrra sæti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. „Rússland leggst bara vel í mig,“ segir Sölvi í samtali við Fréttablaðið. „Mín fyrstu kynni af landinu hafa bara verið frábær og mun betri en ég þorði að vona. Ég bý í stórborg sem hefur allt fram að færa. Fólk hefur eflaust ákveðnar skoðanir á Rússlandi en ég tel að sú ímynd sem landið hefur í huga hins almenna Íslendings sé ekki alveg rétt. Sjálfur hafði ég myndað mér ákveðna skoðun á þeirra menningu og siðum en ég var fljótur að átta mig á því að það átti ekki við nein rök að styðjast,“ segir Sölvi. Hann býr í borginni Yekaterinburg en í henni búa um 1,4 milljónir manns. Borgin er yfir fimm þúsund kílómetrum frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður á svona breytingar. Ég er búinn að taka þessa ákvörðun og verð því að standa og falla með henni. Ég hlakka mikið til að byrja loksins að spila fótbolta af krafti.“Með einkabílstjóra Félagið réð einkabílstjóra til að aðstoða Sölva við að koma sér á milli staða í borginni en það virðist vera venjan í Rússlandi. „Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra. Rússar fara kannski ekkert mikið eftir einhverjum umferðarreglum, nema þetta séu þeirra reglur. Þeir eru frekar ákveðnir í umferðinni en eftir að hafa farið á milli staða með bílstjóranum mínum þá treysti ég mér alveg í það að fara að keyra um borgina.“ Fyrrverandi þjálfari FC Ural, Pavel Panteleyevich Gusev, hætti störfum hjá liðinu sama dag og Sölvi skrifaði undir samning við félagið. Það voru persónulegar ástæður sem ollu því að Gusev hætti með liðið. Oleg Vasilenko tók síðan við liðinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari FC Ural um þó nokkurt skeið. „Í raun var löngu búið að ákveða að hann myndi stíga til hliðar og ég vissi vel að fráfarandi stjóri myndi ekki stýra liðinu þegar ég kæmi. Ég hafði aldrei rætt við neinn stjóra þegar ég skrifaði undir hjá félaginu. Það tala fáir ensku í Rússlandi og í raun talaði minn umboðsmaður við umboðsmann í Rússlandi og þannig fór þetta fram í mínu tilfelli.“Sölvi Geir sést hér á æfingasvæði FC Ural daginn sem leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.Lítil enskukunnátta Í liðinu eru tveir Serbar, tveir frá Armeníu, einn frá Simbabve og einn frá Ísrael, ásamt leikmönnum frá Rússlandi. Enskukunnátta leikmanna liðsins er því ekki upp á marga fiska. „Við erum þrír í liðinu sem tölum ekki rússnesku og því er alltaf túlkur með okkur á æfingum sem segir okkur hvað þjálfarinn er að segja. Túlkurinn er klæddur í íþróttagalla og hleypur strax inn á völlinn þegar þjálfari vill ræða við leikmenn, hann er einnig alltaf til taks þegar þjálfarinn þarf að ræða við okkur.“* Það vantar enn þá töluvert upp á leikæfingu hjá Sölva Geir en hann hefur lítið spilað alvöru keppnisleiki undanfarið ár. „Ég þarf auðvitað að leggja hart að mér og sanna mig á æfingum en það labbar enginn bara inn í þetta lið. Ég býst samt sem áður fastlega við því að vera settur fljótlega í byrjunarliðið þegar ég verð kominn í almennilegt form.“ FC Ural er í tólfta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Liðið hefur unnið einn leik og gert eitt jafntefli.Uppfært: Hannes Þ. Sigurðsson spilaði með Spartak Nalchik í rússnesku deildinni árið 2011. Sölvi er því annar Íslendingurinn til þess að spila með rússnesku félagi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking liðsins í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen gekk í raðir rússneska úrvalsdeildarliðsins FC Ural í byrjun þessa mánaðar og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarin ár en yfirgaf liðið í sumar. Síðastliðið ár hefur verið erfitt fyrir leikmanninn þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila með FCK. Mikill uppgangur er hjá FC Ural, sem tryggði sér í fyrra sæti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. „Rússland leggst bara vel í mig,“ segir Sölvi í samtali við Fréttablaðið. „Mín fyrstu kynni af landinu hafa bara verið frábær og mun betri en ég þorði að vona. Ég bý í stórborg sem hefur allt fram að færa. Fólk hefur eflaust ákveðnar skoðanir á Rússlandi en ég tel að sú ímynd sem landið hefur í huga hins almenna Íslendings sé ekki alveg rétt. Sjálfur hafði ég myndað mér ákveðna skoðun á þeirra menningu og siðum en ég var fljótur að átta mig á því að það átti ekki við nein rök að styðjast,“ segir Sölvi. Hann býr í borginni Yekaterinburg en í henni búa um 1,4 milljónir manns. Borgin er yfir fimm þúsund kílómetrum frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður á svona breytingar. Ég er búinn að taka þessa ákvörðun og verð því að standa og falla með henni. Ég hlakka mikið til að byrja loksins að spila fótbolta af krafti.“Með einkabílstjóra Félagið réð einkabílstjóra til að aðstoða Sölva við að koma sér á milli staða í borginni en það virðist vera venjan í Rússlandi. „Þeir vilja meina að Evrópubúar eigi nokkuð erfitt með að keyra. Rússar fara kannski ekkert mikið eftir einhverjum umferðarreglum, nema þetta séu þeirra reglur. Þeir eru frekar ákveðnir í umferðinni en eftir að hafa farið á milli staða með bílstjóranum mínum þá treysti ég mér alveg í það að fara að keyra um borgina.“ Fyrrverandi þjálfari FC Ural, Pavel Panteleyevich Gusev, hætti störfum hjá liðinu sama dag og Sölvi skrifaði undir samning við félagið. Það voru persónulegar ástæður sem ollu því að Gusev hætti með liðið. Oleg Vasilenko tók síðan við liðinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari FC Ural um þó nokkurt skeið. „Í raun var löngu búið að ákveða að hann myndi stíga til hliðar og ég vissi vel að fráfarandi stjóri myndi ekki stýra liðinu þegar ég kæmi. Ég hafði aldrei rætt við neinn stjóra þegar ég skrifaði undir hjá félaginu. Það tala fáir ensku í Rússlandi og í raun talaði minn umboðsmaður við umboðsmann í Rússlandi og þannig fór þetta fram í mínu tilfelli.“Sölvi Geir sést hér á æfingasvæði FC Ural daginn sem leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.Lítil enskukunnátta Í liðinu eru tveir Serbar, tveir frá Armeníu, einn frá Simbabve og einn frá Ísrael, ásamt leikmönnum frá Rússlandi. Enskukunnátta leikmanna liðsins er því ekki upp á marga fiska. „Við erum þrír í liðinu sem tölum ekki rússnesku og því er alltaf túlkur með okkur á æfingum sem segir okkur hvað þjálfarinn er að segja. Túlkurinn er klæddur í íþróttagalla og hleypur strax inn á völlinn þegar þjálfari vill ræða við leikmenn, hann er einnig alltaf til taks þegar þjálfarinn þarf að ræða við okkur.“* Það vantar enn þá töluvert upp á leikæfingu hjá Sölva Geir en hann hefur lítið spilað alvöru keppnisleiki undanfarið ár. „Ég þarf auðvitað að leggja hart að mér og sanna mig á æfingum en það labbar enginn bara inn í þetta lið. Ég býst samt sem áður fastlega við því að vera settur fljótlega í byrjunarliðið þegar ég verð kominn í almennilegt form.“ FC Ural er í tólfta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Liðið hefur unnið einn leik og gert eitt jafntefli.Uppfært: Hannes Þ. Sigurðsson spilaði með Spartak Nalchik í rússnesku deildinni árið 2011. Sölvi er því annar Íslendingurinn til þess að spila með rússnesku félagi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking liðsins í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira