Netherinn í Jørstadmoen Elín Hirst skrifar 21. ágúst 2013 09:00 Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun