Styðjum byggingu mosku í Reykjavík Bjarni Randver Sigurvinsson og Toshiki Toma skrifar 18. júlí 2013 06:00 Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun