Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason skrifar 5. júlí 2013 09:00 Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna.
Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun