EM verður stóra prófið mitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júní 2013 07:00 Árangur Margrétar Láru með íslenska landsliðinu er einstakur og hefur vakið athygli um allan heim. Hún hefur skorað 69 mörk í 88 landsleikjum. fréttablaðið/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir þorir ekki að hrósa sigri of snemma í langri baráttu sinni við meiðsli. En í dag er hún verkjalaus í fyrsta sinn í langan tíma og endurhæfingin samkvæmt áætlun. Hún leyfir sér að vona að hún verði nálægt sínu besta formi þegar EM í Svíþjóð hefst eftir tæpar tvær vikur. Meiðslasaga Margrétar Láru er orðin meira en fjögurra ára gömul. Þrátt fyrir það hefur hún haldið áfram að spila sem landsliðs- og atvinnumaður allan þennan tíma og hefur gengið á ýmsu. Stundum virtist hún hafa unnið bug á meiðslunum en bakslagið var ávallt skammt undan. Síðastliðið haust þurfti hún svo að taka ákvörðun – að fara í stóra aðgerð til að freista þess að vinna endanlega bug á meininu. Áhættan var sú að hún ætti ekki afturkvæmt inn á völlinn ef aðgerðin gengi ekki samkvæmt óskum. „Ég ákvað að fara í aðgerðina sem var framkvæmd í nóvember. Það var EM sem dreif mig áfram en ég vildi freista þess í eitt skipti fyrir öll að ná mér góðri fyrir þetta mót. EM verður stóra prófið fyrir mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Hingað til hefur allt gengið vel en ég hef enn tvær vikur til að klúðra þessu,“ segir hún og hlær.Spurð um líðan á hverri æfingu Hún er vör um sig og viðurkennir að sagan hafi ekki verið á sínu bandi. „Ég hef áður náð mér þokkalegra góðri en svo hefur allt farið í sama farið. Ég þarf því að passa mig, þá sérstaklega að álagið verði ekki of mikið. En það sem gefur mér von núna er að þessi stóra aðgerð hafi lagfært þann skaða sem hefur háð mér í þennan langa tíma,“ segir hún og bætir við að hún er undir mjög góðu eftirliti. „Líklega er ég spurð 2-3 sinnum á hverri æfingu hvernig mér líði. Það er pínu þreytandi,“ segir hún í léttum dúr. „Allt ferlið hefur vissulega reynt á þolinmæðina en síðustu 3-4 vikur hafa gengið sérstaklega vel. Ég hef ekki misst úr æfingu, hvorki með félagsliði mínu eða landsliði, sem hefur ekki gerst í fjögur ár. Ég er vitanlega himinlifandi með það.“Þetta var minn síðasti séns Margrét Lára er með 30 cm skurð aftan á lærinu eftir aðgerðina en í stuttu máli var hún framkvæmd til að gefa vöðvum, vöðvafestingum og taugum meira rými. „Vöðvarnir voru of stórir, of spenntir og of stuttir. Ég var líka með taugaverki vegna þrýstings á taugarnar,“ lýsir hún en Margrét Lára veit ekki til þess að aðrir knattspyrnumenn hafi gengist undir slíka aðgerð. „Ekki svo ég viti til. En þessi aðgerð var minn síðasti séns og mér fannst það þess virði að fara í hana eftir allan þennan tíma.“Gæti skrifað bók um meiðslin Margrét Lára var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 og hún ætlaði að nota árið 2008 til að sýna að það hafi ekki verið nein tilviljun. „Ég var að drepast úr metnaði og áhuga. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum og það átti eftir að halda áfram,“ segir hún. Snemma árs 2009 samdi hún við Linköping í Svíþjóð og þá hófst hennar langa meiðslasaga. „Ég ætlaði að styrkja mig svo mikið og æfa mig fyrir sænsku deildina. Síðan þá hefur þetta verið einn stór hrærigrautur af meiðslum. Það væri örugglega hægt að skrifa bók um þetta allt saman,“ segir hún. En hvort hún nái að beita sér af fullum krafti á vellinum á ný verður að koma í ljós. Alltént er líðan hennar utan vallar mun betri eftir aðgerðina. „Ég var alltaf með verki, til dæmis að nóttu til og á morgnana. Það tekur sinn toll af andlegu heilsunni. Í dag er ég algjörlega verkjalaus og get ekki kvartað undan neinu. Í raun er ég alveg í skýjunum með þetta.“ Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir þorir ekki að hrósa sigri of snemma í langri baráttu sinni við meiðsli. En í dag er hún verkjalaus í fyrsta sinn í langan tíma og endurhæfingin samkvæmt áætlun. Hún leyfir sér að vona að hún verði nálægt sínu besta formi þegar EM í Svíþjóð hefst eftir tæpar tvær vikur. Meiðslasaga Margrétar Láru er orðin meira en fjögurra ára gömul. Þrátt fyrir það hefur hún haldið áfram að spila sem landsliðs- og atvinnumaður allan þennan tíma og hefur gengið á ýmsu. Stundum virtist hún hafa unnið bug á meiðslunum en bakslagið var ávallt skammt undan. Síðastliðið haust þurfti hún svo að taka ákvörðun – að fara í stóra aðgerð til að freista þess að vinna endanlega bug á meininu. Áhættan var sú að hún ætti ekki afturkvæmt inn á völlinn ef aðgerðin gengi ekki samkvæmt óskum. „Ég ákvað að fara í aðgerðina sem var framkvæmd í nóvember. Það var EM sem dreif mig áfram en ég vildi freista þess í eitt skipti fyrir öll að ná mér góðri fyrir þetta mót. EM verður stóra prófið fyrir mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Hingað til hefur allt gengið vel en ég hef enn tvær vikur til að klúðra þessu,“ segir hún og hlær.Spurð um líðan á hverri æfingu Hún er vör um sig og viðurkennir að sagan hafi ekki verið á sínu bandi. „Ég hef áður náð mér þokkalegra góðri en svo hefur allt farið í sama farið. Ég þarf því að passa mig, þá sérstaklega að álagið verði ekki of mikið. En það sem gefur mér von núna er að þessi stóra aðgerð hafi lagfært þann skaða sem hefur háð mér í þennan langa tíma,“ segir hún og bætir við að hún er undir mjög góðu eftirliti. „Líklega er ég spurð 2-3 sinnum á hverri æfingu hvernig mér líði. Það er pínu þreytandi,“ segir hún í léttum dúr. „Allt ferlið hefur vissulega reynt á þolinmæðina en síðustu 3-4 vikur hafa gengið sérstaklega vel. Ég hef ekki misst úr æfingu, hvorki með félagsliði mínu eða landsliði, sem hefur ekki gerst í fjögur ár. Ég er vitanlega himinlifandi með það.“Þetta var minn síðasti séns Margrét Lára er með 30 cm skurð aftan á lærinu eftir aðgerðina en í stuttu máli var hún framkvæmd til að gefa vöðvum, vöðvafestingum og taugum meira rými. „Vöðvarnir voru of stórir, of spenntir og of stuttir. Ég var líka með taugaverki vegna þrýstings á taugarnar,“ lýsir hún en Margrét Lára veit ekki til þess að aðrir knattspyrnumenn hafi gengist undir slíka aðgerð. „Ekki svo ég viti til. En þessi aðgerð var minn síðasti séns og mér fannst það þess virði að fara í hana eftir allan þennan tíma.“Gæti skrifað bók um meiðslin Margrét Lára var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 og hún ætlaði að nota árið 2008 til að sýna að það hafi ekki verið nein tilviljun. „Ég var að drepast úr metnaði og áhuga. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum og það átti eftir að halda áfram,“ segir hún. Snemma árs 2009 samdi hún við Linköping í Svíþjóð og þá hófst hennar langa meiðslasaga. „Ég ætlaði að styrkja mig svo mikið og æfa mig fyrir sænsku deildina. Síðan þá hefur þetta verið einn stór hrærigrautur af meiðslum. Það væri örugglega hægt að skrifa bók um þetta allt saman,“ segir hún. En hvort hún nái að beita sér af fullum krafti á vellinum á ný verður að koma í ljós. Alltént er líðan hennar utan vallar mun betri eftir aðgerðina. „Ég var alltaf með verki, til dæmis að nóttu til og á morgnana. Það tekur sinn toll af andlegu heilsunni. Í dag er ég algjörlega verkjalaus og get ekki kvartað undan neinu. Í raun er ég alveg í skýjunum með þetta.“
Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira