Útlendingamál og rangfærslur Pawels Halla Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun