300 milljarðar Framsóknar Össur Skarphéðinsson skrifar 10. maí 2013 07:00 Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun