Ábyrgðina til fólksins Stefán Jón Hafstein skrifar 10. maí 2013 07:00 Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun