Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar