Um hvað snúast stjórnmál? 27. apríl 2013 06:00 Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun