Auðlindirnar okkar Jón Gunnar Björgvinsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum!
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun