Hvað kostar frelsið? Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun