Drengskapur í stjórnmálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun