Jöfnum stöðu leigjenda og kaupenda Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum.
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar