Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S.
Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar