Vaxtarverkir í skólastofunni Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Sjá meira
Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð.
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar