Allt veltur á Framsóknarflokknum 20. apríl 2013 07:00 Stjórnmálafræðingarnir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira