Fagmennska í þágu lýðræðis Friðrik Rafnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun