Köllum hlutina réttum nöfnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun