Ríó kitlar Kobba Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 06:00 Jakob Jóhann á Íslandsmetin í 50, 100 og 200 metra bringusundi bæði í 25 og 50 metra laug. Fréttablaðið/Anton Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“ Sund Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“
Sund Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn