Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. apríl 2013 07:00 Heiða Kristín kynnti flokkinn sinn, sem er að bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn, meðal heimilisfólks á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. "Við leggjum mesta áherslu á að hætta í skammtímalausnum og skammsýni og búa til bjarta framtíð lengur en eitt ár í senn,“ sagði Heiða í kynningu sinni. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tók mína ákvörðun þegar ég fékk kosningarétt fyrir áttatíu árum og hef haldið mig við það sama síðan. Engir bæklingar eða kosningaloforð geta látið mig breyta minni afstöðu,“ segir Svava Ingimundardóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Frambjóðendur Bjartrar framtíðar, þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Svava gefur ekki mikið fyrir þá tegund kosningabaráttu þegar frambjóðendur koma inn á hjúkrunarheimilið til að dreifa bæklingum. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni.“ Þær Sigríður Sjöfn Einarsdóttir og Fjóla Bjarnadóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. Sigríður og Fjóla ætla báðar að kjósa á föstudag utan kjörfundar og líst ágætlega á fólkið á lista flokksins. „En maður á auðvitað eftir að kynna sér þetta betur,“ segja þær.Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, Kristbjörg Bjarnadóttir og Svava Ingimundardóttir.„Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur“ Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, 87 ára, og Kristbjörg Bjarnadóttir, 93 ára, komu af fjöllum þegar blaðakona skýrði frá því að stjórnmálaflokkarnir í komandi kosningum væru fimmtán talsins. „Er það virkilega? Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur,“ segir Sigríður og klappar saman lófum til vinkonu sinnar. „Já, heldur betur,“ tekur Kristbjörg undir. „Svo heldur maður að það muni engu um þetta eina atkvæði manns, en það gæti nú verið misskilningur þegar svona margir eru í framboði.“ Þær gefa ekki mikið fyrir heimsóknir stjórnmálaflokka á Eir. „Það hefur engin áhrif á mína afstöðu, en er reglulega áhugavert engu að síður. Þetta verða spennandi kosningar,“ segir Kristbjörg. „Við ætlum að kjósa, það er sóun að sleppa því. Það er svo margt sem þarf að laga, sama hver er við völd. En það er vissulega mikið af góðu fólki í framboði hjá flokkunum og maður gæti alveg hugsað sér að kjósa fleiri en einn.“ Kosið verður utan kjörfundar á Eir á föstudag.Yfirdráttur frá Gumma og frjáls framlög borga kosningabaráttuna Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, skipar annað sætið í Reykjavík norður. Hún segir það skipta flokkinn máli að kynna sig sem víðast, sérstaklega þar sem hann er að bjóða fram í fyrsta sinn. „Svo höfum við ekki ráð á sömu auglýsingum og margir aðrir. Við erum að reka okkar kosningabaráttu á frjálsum framlögum og yfirdrætti sem Gummi tók og verðum því að fara út og dreifa bæklingunum handvirkt. Svo er ótrúlega gaman að eiga samtal við alls konar fólk,“ segir Heiða. Sigrún Gunnarsdóttir skipar fjórða sætið í Reykjavík suður. Hún tekur undir orð Heiðu Kristínar og undirstrikar að aldraðir séu mjög mikilvægur hópur kjósenda. „Þótt við leggjum áherslu á framtíðina þá er framtíð okkar allra mismunandi löng. Þetta fólk á börn og barnabörn og er án efa umhugað um bjarta framtíð,“ segir hún. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég tók mína ákvörðun þegar ég fékk kosningarétt fyrir áttatíu árum og hef haldið mig við það sama síðan. Engir bæklingar eða kosningaloforð geta látið mig breyta minni afstöðu,“ segir Svava Ingimundardóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Frambjóðendur Bjartrar framtíðar, þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Svava gefur ekki mikið fyrir þá tegund kosningabaráttu þegar frambjóðendur koma inn á hjúkrunarheimilið til að dreifa bæklingum. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni.“ Þær Sigríður Sjöfn Einarsdóttir og Fjóla Bjarnadóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. Sigríður og Fjóla ætla báðar að kjósa á föstudag utan kjörfundar og líst ágætlega á fólkið á lista flokksins. „En maður á auðvitað eftir að kynna sér þetta betur,“ segja þær.Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, Kristbjörg Bjarnadóttir og Svava Ingimundardóttir.„Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur“ Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, 87 ára, og Kristbjörg Bjarnadóttir, 93 ára, komu af fjöllum þegar blaðakona skýrði frá því að stjórnmálaflokkarnir í komandi kosningum væru fimmtán talsins. „Er það virkilega? Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur,“ segir Sigríður og klappar saman lófum til vinkonu sinnar. „Já, heldur betur,“ tekur Kristbjörg undir. „Svo heldur maður að það muni engu um þetta eina atkvæði manns, en það gæti nú verið misskilningur þegar svona margir eru í framboði.“ Þær gefa ekki mikið fyrir heimsóknir stjórnmálaflokka á Eir. „Það hefur engin áhrif á mína afstöðu, en er reglulega áhugavert engu að síður. Þetta verða spennandi kosningar,“ segir Kristbjörg. „Við ætlum að kjósa, það er sóun að sleppa því. Það er svo margt sem þarf að laga, sama hver er við völd. En það er vissulega mikið af góðu fólki í framboði hjá flokkunum og maður gæti alveg hugsað sér að kjósa fleiri en einn.“ Kosið verður utan kjörfundar á Eir á föstudag.Yfirdráttur frá Gumma og frjáls framlög borga kosningabaráttuna Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, skipar annað sætið í Reykjavík norður. Hún segir það skipta flokkinn máli að kynna sig sem víðast, sérstaklega þar sem hann er að bjóða fram í fyrsta sinn. „Svo höfum við ekki ráð á sömu auglýsingum og margir aðrir. Við erum að reka okkar kosningabaráttu á frjálsum framlögum og yfirdrætti sem Gummi tók og verðum því að fara út og dreifa bæklingunum handvirkt. Svo er ótrúlega gaman að eiga samtal við alls konar fólk,“ segir Heiða. Sigrún Gunnarsdóttir skipar fjórða sætið í Reykjavík suður. Hún tekur undir orð Heiðu Kristínar og undirstrikar að aldraðir séu mjög mikilvægur hópur kjósenda. „Þótt við leggjum áherslu á framtíðina þá er framtíð okkar allra mismunandi löng. Þetta fólk á börn og barnabörn og er án efa umhugað um bjarta framtíð,“ segir hún.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent