Verk að vinna hjá PSG og Juventus 10. apríl 2013 14:15 verður hann með? Messi fagnar í fyrri leiknum. Óvissa er með þátttöku hans í kvöld.nordicphotos/getty Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjörnur Barcelona sektaðir fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Sjá meira
Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjörnur Barcelona sektaðir fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti