Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2013 07:00 Stefanía Óskarsdóttir Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi. Kosningar 2013 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira